Athugasemdir ekki leyfðar!!!

Ósköp þykir mér leiðinlegt að lesa blogg frá fólki sem lætur allan andsk....... vaða, slúður og rógburð um hina og þessa og leyfir svo ekki athugasemdir á færslurnar. Mín skoðun er sú að það eigi að loka síðum þess fólks. Eins finnst mér alveg ömurlegt þegar menn í framboði eins og Jón Magnússon leyfa ekki ath.semdir án þess að samþykkja þær. Þora menn ekki í opin skoðanaskipti eða hvað? Eru þeir hræddir við það að sannleikurinn komi aftan að þeim í formi athugasemda sem þeir hafi ekki haft tækifæri til að lesa og samþykkja. Ja spyr sá sem ekki veit.

Bara mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er alveg sammála þessu með athugasemdirnar. Mér finnst þetta nokkuð skondið því auðvitað er blessað fólkið eitthvað spéhrætt eða viðkvæmt. Ég er hætt að fara inn á svona síður, nenni ekki að lesa hjá þeim sem láta svona.

Ína (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 02:14

2 identicon

Sæl Helga,

Jú ég er alveg sammála þér í þessari færslu,það er skrítið að leifa ekki athugasemdir og ég held það sé vegna þess að fólk þolir ekki að einhver komi inn sem er ekki sammala viðkomandi.....að lesa fyrst athugasemdir til að velja svo hvort leifa eigi hana eða ekki er nú ekkert annað en ritskoðun og segir meira um viðkomnadi sem gerir slíkt en nokkuð annað. Það sem veldur þessu kannski líka er "drullan" sem fólk fær yfir sig hérna frá mörgum einstaklingum sem eru mjög vanstilltir og vanþroska og því miður ekki málefnanlegir og kurteisir í athugasemdum.

Það er oft hægt að lesa margt mjög ljótt hér á blogginu sem skrifað er um persónuna bara vegna þess að hennar skoðanir fara ekki saman við skoðanir þess sem gerir athugasemd .

Góðar stundir.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 02:22

3 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Ína, ég reyni sjálf að forðast svona síður eins og heitan eldinn en dett samt inn á eina og eina og byrja þá að pirra mig.

Júlíus, það má vera að þessir einstaklingar sem stunda skítkast í athugasemdum verði þess valdandi að sumir geti ekki hugsað sér að leyfa þær á blogginu sínu en þá finnst mér að það sjálft ætti að gæta þess að vera ekki að "drulla" upp á bak á fólki sem getur ekki varið sig á síðunum þeirra, getur engan vegin varið sig á sama vettvangi. Annars finnst mér að þeir sem stjórna moggablogginu ættu hreinlega að loka á suma sem stunda svona skítkast í athugasemdakerfinu.

Helga Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband